„Þeir sem samþykkja þetta mál munu reisa sjálfum sér og flokkum sínum níðstöng til langrar framtíðar.“
„Þeir þingmenn sem tala um að hér sé afbakað lýðræði vita ekki hvað lýðræði er vegna þess að mikill meiri hluti þessarar þjóðar er á móti því að málið verði afgreitt í dag og þeir sem ekki hlýða kalli þjóðarinnar verða um síðir dregnir til ábyrgðar, bæði þeir og stjórnmálasamtök þeirra. Það bíður betri tíma.“
Það var Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki sem þannig talaði í ræðustól Alþingis fyrr í dag. Ljóst er að málinu eru hvergi lokið. Miðað við þessi orð og svo margt annað er víst að fram undan eru hörð átök í stjórnmálunum.
„En að halda því fram að með því að samþykkja þetta mál í dag séu menn að ganga erinda lýðræðis í landinu er afbökun, herra forseti, og það er rangt. Það er eitthvað sem við eigum ekki að gera vegna þess, eins og hefur fram komið, að þetta mál endar ekki í dag. Það gleymist ekki í dag. Þeir sem samþykkja þetta mál munu reisa sjálfum sér og flokkum sínum níðstöng til langrar framtíðar.