- Advertisement -

Þingmenn sem skirrast ekki við að dreifa lygum


Það er ekki flugufótur fyrir þeirri fullyrðingu, en samt heldur fyrrverandi forsætisráðherra Íslands því fram að George Soros hafi staðið fyrir leka á Panamaskjölunum. Hann greip á lofti algjörum tilbúningi og reyndi að nota það sem afsökun.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Marinó G. Njálsson.

Undirróðursmenn hafa einstaklingar verið kallaðir, sem stunda það stöðugt að grafa undan því sem gott þykir, hvort heldur í starfsemi félaga eða samfélagsins í heild. Bræður þeirra eru hælbítar. Oft eru aðgerðir þeirra bræðra látnar óátaldar vegna þess að menn vonast til að þetta líði hjá. Svo er ekki alltaf. Undirróðursmenn og hælbítar er því miður fleiri en við höldum og þeir eru líka oft ofar í metorðastiganum. Málflutningur þeirra snýst sjaldnast um eitthvað sem gagnast einhverjum. Ekki einu sinni þeim sjálfum. Nei, hann snýst um að sjá hvað þeir komast langt í skemmdarfýsn sinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stundum tekst þeim svo vel upp, að nánast öll heimsbyggðin fer að trúa lygunum. Gott dæmi um þetta er það orðspor sem fer af György Schwartz, betur þekktur sem George Soros. Að George Soros sé að baki einhverju alheimssamsæri, er hreinn tilbúningur. Það er ekki flugufótur fyrir þeirri fullyrðingu, en samt heldur fyrrverandi forsætisráðherra Íslands því fram að George Soros hafi staðið fyrir leka á Panamaskjölunum. Hann greip á lofti algjörum tilbúningi og reyndi að nota það sem afsökun.


En það þarf ekki leita til útlanda að þeim bræðrum undirróðursmönnum og hælbítum. Íslensk stjórnmál eru að drukkna í áróðri þeirra. .

En það þarf ekki leita til útlanda að þeim bræðrum undirróðursmönnum og hælbítum. Íslensk stjórnmál eru að drukkna í áróðri þeirra. Jafnvel í þingsölum eru einstaklingar sem skirrast ekki við að dreifa út lygum, vegna þess að það hentar þeim. Og þetta mun bara versna, vegna þess að þessir einstaklingar eiga nógu mikið af samherjum út í samfélaginu og þá sérstaklega í netheimum, sem eru tilbúnir að dreifa lygunum með skítadreifurunum sínum. Við þurfum ekkert nema að skoða óhróðurinn sem dreift var fyrir síðustu þingkosningar um Katrínu Jakobsdóttur. Allir vita hvaðan þessi óhróður kom og þaðan á meira eftir að koma.

Við þurfum að vara okkur á þeim bræðrum og venja okkur á að svara þeim fullum hálsi. Annars mun þeim takast að færa línuna. Alveg eins og mönnum tókst með heldur ósvífnum lygum að gera ungverskan gyðing um áttrætt að óvini alheimsins, vegna þess að Victor Urban vantaði grýlu til að vinna kosningar í Ungverjalandi, þá mun hælbítum og undirróðursmönnum takast að gera EES samninginn tortryggilegan, þó þjóðin hafi haft gríðarlega hag af samningnum, gera stóran hluta útlendingar, sem sest hafa að á Íslandi, að óvinum þjóðarinnar í staðinn fyrir að viðurkenna hve þeir hafa auðgað mannlífið og aflað þjóðinni mikilla tekna, grafa undan verkalýðshreyfingunni, þrátt fyrir allt sem hún hefur gert fyrir alla landsmenn, m.a. þá bræður, gera landbúnaðinn og bændur að óvinum neytenda og svona mætti lengi telja. Verum vakandi, þegar litlir hópar fara allt í einu að ráðast gegn því sem okkur finnst gott og segja það vera hættulegt, þegar ekkert bendir til að svo sé. Við verðum að verja okkar gildi og lífskjör sjálf, því það er ekki víst að það sé einhver annar þarna úti sem gerir það fyrir okkur.

„ ..fyrst komu þeir og sóttu kommúnistana; ég sagði ekkert því að ég var ekki kommúnisti. Síðan sóttu þeir gyðingana; ég sagði ekkert því að ég var ekki gyðingur. Þá komu þeir til þess að sækja verkamennina, félaga í stéttarfélögum; ég var ekki í stéttarfélagi. Þar á eftir sóttu þeir kaþólikkana; ég sagði ekkert því að ég var mótmælandi. Loks komu þeir til þess að sækja mig og enginn varð eftir sem gat sagt neitt“.
(Séra Martin Niemöller)


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: