- Advertisement -

Þingmenn sem halda sig við hugsjónirnar flýja VG

Undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Katrínar Jakobsdóttur hefur fjöldi þingmanna flúið VG.

Gunnar Smári skrifar:

Saga íslenska vinstrisins hefur einkennst af því að fámenn forysta hefur náð völdum innan flokkanna og færst til hægri, samsamað sig við forystu annarra flokka og elítustjórnmálunum þar sem fámenn elíta stjórnmála og hagsmunasamtaka telur sig hafa rétt til að stjórna landinu án tengsla við grasrót sinna hreyfingar eða almenning í landinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Andrés Jónsson lýsir slíku ástandi innan VG, hvernig forystan telur sig hafa rétt á að færa flokkinn til hægri án virks samtals innan flokksins, felur upplýsingar fyrir öðrum til að draga úr umræðu og verja afstöðu sína, sem er óverjandi í opnu lýðræðislegu samtali.

Saga vinstrisins er slíkur klofningur. Það er alltaf forystan sem klýfur með því að færa flokkana til hægri og gera vinstrafólki ómögulegt að starfa innan flokka, sem þó voru stofnaðir utan um lífssýn og hugsjónir vinstrafólks, en hafa verið teknir yfir af elítufólki sem færa hægrinu aflið sem kjósendur veittu flokknum, fyrst og fremst út á vinstristefnu og loforð um að standa vörð um hagsmuni almennings gegn hagsmunum hinna fáu ríku og valdamiklu. Þannig klofnaði Alþýðuflokkurinn oftar en einu sinni, Alþýðubandalagið, Samfylkingin og VG.

…og öðrum utan þings sem flúið hafa hraðbraut forystunnar til hægri.

Undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Katrínar Jakobsdóttur hefur fjöldi þingmanna flúið VG, flúið færslu flokksins til hægri undir stjórn þessa fólks og þeirra sem fylgja þeim: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir, Jón Bjarnason, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Ögmundur Jónasson hefur auk þess aðgreint sig frá flokknum undanfarin misseri og ár. Það má svo bæta við Drífu Snædal og öðrum utan þings sem flúið hafa hraðbraut forystunnar til hægri. Það mætti smíða öflugan flokk út úr þessu fólki, en því miður hefur það flest hrakist úr pólitík, margt sárt eftir átök við samherja. VG er nefnilega vettvangur sem ekki þolir skoðanaskipti, þau sem ekki falla fram og tilbiðja klíkuna sem hefur náð völdum innan flokksins eru einangruð og hrakin burt.

Katrín Jakobsdóttir hefur lýst því yfir að það sé þroskamerki flokks hennar að skipta um kjósendahóp. Hún er meðvituð um þá ferð sem flokkurinn er á; frá rótum sínum vinstra megin til kjarna elítustjórnmála. Þessu hefur Katrín lýst sem jákvæðri þróun, þroskamerki forystunnar, eins og hún sé unglingur að verða fullorðin. Heimsmynd hennar er sú að með þroska hætti stjórnmálafólk að berjast fyrir þau sem verða fyrir óréttlæti kapítalismans en sætti sig við alræði auðvaldsins og forystu klíkunnar sem náð hefur völdum í Sjálfstæðisflokknum og gert þann flokk að baráttutæki allra auðugasta fólksins á landinu, ríkra fjármagnseigenda og allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna.

Ömurleg heimsmynd, verður að segjast. Vonandi nær hin vinstri sinnaða grasrót VG að stilla sig saman og fella forystuna. Það er óásættanlegt að fólkið sem heldur sig við hugsjónir flokksins sé hrakið burt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: