Stjórnmál

Þingmenn sem dauðskammast sín

By Miðjan

December 18, 2021

„Það er eiginlega stórfurðulegt að við skulum vera að ræða fjáraukalög og ýmis mál stjórnarinnar hérna í salnum þar sem eingöngu eru stjórnarandstæðingar,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi.

„Ég er kannski ekki hissa, ég hugsa að þetta sé hreinlega vegna þess að stjórnarliðar dauðskammast sín fyrir þessi fjárlög og þeir dauðskammast sín líka og geta ekki komið upp og reynt að réttlæta það að 50.000 kr. eingreiðsla skili sér ekki til þeirra sem virkilega þurfa á því að halda. Reyna að réttlæta það með því að þetta hafi verið Covid-aðgerð í fyrra. Covid er í bullandi sókn í dag. Við verðum að átta okkur á því að það er kominn tími til að við tökum hérna saman höndum og gerum eitthvað. Við getum ekki alltaf verið að valta yfir minni hlutann með því að segja bara: Við ætlum að ná okkar fram og við ætlum ekkert að ræða.“