- Advertisement -

Þingmenn ósáttir við fjölmiðla

„Það er hreinlega mín upplifun og ég ætla ekki að biðja þingmenn í þessum þingsal afsökunar á því,“ sagði Bjarni Benediktsson þegar hann sagði fjölmiðla vera tóma skel.

Víst má telja að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, talaði ekki aðeins um eigin hug, heldur og margra annarra þingmanna, þegar hún fann að hvernig og hvaða fréttir fjölmiðlar flytja af stjórnmálunum. Hún er ósátt við fjölmiðla. Segir þá nánast vera óvini fólksins, það er stjórnmálafólksins.

Á þingi er einn fyrrverandi góður blaðamaður. Það er Helga Vala Helgadóttir Samfylkingunni. Hún skrifar um Bjarkeyju og innlegg hennar um fjölmiðla í grein sem birt er í Mogga dagsins.

Helga Vala skrifar:

„Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er fjallað um traust á stjórn­mál­um. Sett var á lagg­irn­ar prýðileg nefnd sem skilaði af sér verki í liðinni viku og áfram höld­um við.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni Benediktsson um íslenska fjölmiðla
„…þá sitja viðkomandi fjölmiðlar eftir sem tóm skel…“
„…ég ætla ekki að biðja þingmenn í þessum þingsal afsökunar á því.“

Í gær­morg­un rædd­ust við í morg­unút­varpi Rás­ar eitt þing­menn tveggja flokka, þær Hanna Katrín Friðriks­son, Viðreisn, og Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, VG. Þær ræddu meðal ann­ars traust á stjórn­mál­um og þar vatt Bjarkey sér að fjöl­miðlum. Sagði hún fjöl­miðla eiga sinn þátt í að rýra traust al­menn­ings á stjórn­mál­um og að sér þætti það miður. Sagði hún orðrétt „við þekkj­um það í störf­um þings­ins, þá eru kam­er­urn­ar komn­ar, þá skipt­ir máli að ein­hver sé með sölu­væn­lega setn­ingu til að kom­ast í fjöl­miðlana“. Því næst sagði hún „fjöl­miðlar eru ekki endi­lega að velta fyr­ir sér inni­haldi þess sem sagt er, held­ur; þetta sel­ur, þetta er sniðugt, þetta klikk­ar á vef­inn“. Þátta­stjórn­end­ur bentu rétti­lega á að þing­menn væru með orðið og fjöl­miðlanna væri að end­ur­varpa því til al­menn­ings en ekki rit­skoða það sem þing­menn segðu. Því miður var ekki hægt að halda áfram með þessa nauðsyn­legu umræðu, því fátt er ein­mitt mik­il­væg­ara lýðræðinu en öfl­ug­ir fjöl­miðlar.

En hvað ætl­um við að gera til að treysta rekst­ur fjöl­miðla? Í stjórn­arsátt­mál­an­um er talað um að rík­is­stjórn­in muni bæta starfs­um­hverfi fjöl­miðla, t.d. með end­ur­skoðun á skatta­legu um­hverfi þeirra, en nú, þegar önn­ur fjár­lög þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar hafa birst okk­ur má sjá að litl­ar efnd­ir standa á bakvið hol­an hljóm­inn. Rík­is­út­varpið, sem gegn­ir gríðarlegu menn­ing­ar­legu hlut­verki, er áfram eini fjöl­miðill­inn sem nýt­ur beinna rík­is­styrkja á fjár­lög­um.“

Og Helga Vala gerir sér grein fyrir hlutverki fjölmiðla:

„Í lýðræðis­ríkj­um eru frjáls­ir fjöl­miðlar lyk­ill­inn að upp­lýstri sam­fé­lagsum­ræðu og efl­ingu lýðræðis. Við verðum að sýna ís­lensk­um frjáls­um fjöl­miðlum, sem all­ir vita að berj­ast í bökk­um, að minnsta kosti smá viðleitni. Það að enn ein fjár­lög­in séu nú kom­in fram án nokk­urs stuðnings veld­ur mikl­um von­brigðum því við verðum að gera bet­ur.“

Bjarni Benediktsson er ósáttur við fjölmiðla, líkt og sumir kollegar hans.

Bjarni Ben og tóma skelin

„Ég var einfaldlega að velta því upp að þegar maður horfir yfir fjölmiðlaumhverfið á Íslandi í dag finnst manni víða skorta skýra ritstjórnarstefnu þegar birtist þar ein skoðun í dag og önnur á morgun, ýmsu dengt fram og þá sitja viðkomandi fjölmiðlar eftir sem tóm skel,“ sagði Bjarni Benediktsson í þingræðu í ágúst 2016. Og hann hélt áfram:

„Ég veit ekki hvers vegna það er sem þingmenn æsa sig svona mikið upp yfir því að maður opni á þessa umræðu. Er þetta eitthvert sérstakt viðkvæmt málefni fyrir þingmenn hér inni? Ég næ þessu bara ekki. Þetta er bara einföld hugrenning um stöðu fjölmiðlanna í landinu og skort á öflugum, sterkum fjölmiðlum með skýr skilaboð þar sem er einhver þráður frá degi til dags en þeir verði ekki bara gjallarhorn fyrir þá sem þar starfa. Það er hreinlega mín upplifun og ég ætla ekki að biðja þingmenn í þessum þingsal afsökunar á því.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: