- Advertisement -

Þingmenn ósáttir með ráðherrana

Jón Þor Ólafsson: Í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar er talað um gagnsæi í stjórnsýslunni.
Þorteinn Sæmundsson: Hefur spurt sömu spurninga sjö sinum á tveimur árum, en fær ekkert svar.

Óánægju gætir meðal margra þingmanna vegna hversu ráðherrar draga að svara fyrirspurnum. Oft eru þingsköpin brotin vegna þessa.

Þorsteinn Sæmundsson er sá þingmaður sem er með eitt skýrasta dæmið um þetta:

„…og bent á að 6. mars, eftir þrjá daga, verður mánuður liðinn frá því að ég lagði fram við fyrirspurn um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs í sjöunda sinn á tveimur árum. Engin viðbrögð hafa enn birst. Ég veit að forseti hefur lagt mér lið og er þakklátur fyrir það. Ég veit að yfirlögfræðingur Alþingis hefur gefið álit á þessu máli og þess vegna er að mínu mati enn brýnna að svör fáist við fyrirspurn eins og þeirri sem ég nefndi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jón Þór Ólafsson Pírati sagði: „Í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar er talað um gagnsæi í stjórnsýslunni. Þegar við þingmenn erum að beita ekki bara gagnsæi heldur gagnsæi í þeim tilgangi að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu, sem er stjórnarskrárbundinn réttur okkar. Ef það er einhver skortur á þessu gagnsæi, ef það er einhver skortur á því að við getum sinnt þessu eftirlitshlutverki okkar, á að sjálfsögðu að setja meira fjármagn í að bæta innviðina til að auka gagnsæi til að auka eftirlit með framkvæmdarvaldinu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: