- Advertisement -

Þingmenn kusu aukið ráðherraræði

Svandís Svavarsdóttir.
Þingmenn færðu henni aukin völd.

Þór­ar­inn Guðna­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, er í fínu viðtali við Moggann í dag. Þar bendir hann á að þingheimur hafi valið aukið ráðherraræði. Þórarinn segir meðal annars við Moggann.

„Fjár­laga­gerðin hef­ur breyst. Fjár­lagaliðirn­ir eru orðnir stærri og það er verr skil­greint en áður hvað féð inn­an þeirra á að fara í ná­kvæm­lega. Ráðherra hef­ur því meira vald til að stýra hvert fjár­magnið fer og færa milli verk­efna og liða. Fjár­lög munu því ekki setja neinn ramma um starf­sem­ina í heil­brigðis­kerf­inu. Alþingi hef­ur í raun skilað auðu í stefnu­mót­un heil­brigðis­kerf­is­ins, sér­stak­lega í þeim hluta sem ekki er rík­is­rek­inn. Þingið hef­ur í staðinn falið heil­brigðisráðuneyt­inu öll völd. Ég er ekki viss um að það verði breið sátt um það í sam­fé­lag­inu hvort sem um er að ræða nú­ver­andi ráðherra og hans stefnu eða næsta ráðherra sem kem­ur og snýr stefn­unni ef til vill í þver­öfuga átt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: