- Advertisement -

ÞINGMENN KOMNIR Í JÓLAFRÍ!!

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Alþingismenn eru komnir í jólafrí og hefja ekki störf á alþingi á ný fyrr en 21.janúar. Minna frí dugar ekki fyrir þá; það hefur verið svo erfitt hjá þeim undanfarið; stundum hafa alþingismenn þurft að vinna heilan vinnudag á þingi! Það er eina bótin, að þeir geta horft fram á bjartari framtíð. Þeir fá 17 aðstoðarmenn á kostnað skattgreiðenda. Og flokkarnir fá 700 milljónir frá skattgreiðendum 2019; fengu 648 milljónir 2018.

Flokkunum öllum gekk vel að ná samkomulagi um að láta ríkið greiða þeim stóraukin framlög og að ráða fleiri aðstoðarmenn. En ef bæta á kjör þeirra, sem verst standa í þjóðfélaginu þá er engin leið að ná þverpólitísku samkomulagi eða enginn áhugi á því að ná slíku samkomulagi. Það liggur fyrir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugar ekki til framfærslu.

Fólkið, sem er á „strípuðum“ lífeyri kemst ekki til læknis og getur ekki leyst út lyfin sín og stundum á það ekki fyrir mat. En þetta ástand hreyfir ekki við þingmönnum. Þeir ná ekki samkomulagi um að lagfæra þetta ástand; þeir ná bara samkomulagi um að taka meiri peninga fyrir þá sjálfa frá ríkinu! Og þegar BB fjármála er búinn að standa á bremsunni allt árið og koma í veg fyrir að kjör þessara verst stöddu aldraðra og öryrkja séu lagfærð gefur hann þinginu langt nef og segir, að það sé einmitt hann sem vilji hjálpa þeim verst stöddu meðal aldraðra!!

Hvernig á að vera unnt að taka þessa stjórnmálamenn alvarlega? Af hverju geta þingmenn ekki haft vinnutíma eins og aðrir launþegar í þjóðfélaginu? Aðrir launþegar hafa örstutt jólafrí; byrja að vinna strax í byrjun janúar eða jafnvel milli jóla og nýárs sumir. En þingmenn þurfa að hvíla sig mest allan janúar. Eru þeir eitthvað lengur að jafna sig eftir jólasteikina en aðrir? Ég tel að þeir eigi að byrja að mæta á þingfundum alþingis strax eftir áramót; nógu hátt kaup hafa þeir, 1,1 milljón á mánuði fyrir utan allar aukagreiðslurnar, sem eru svo margar, að tæplega er hönd á festandi. Þeir skammta öldruðum og öryrkjum 239 þús.kr á mánuði fyrir skatt, giftum og sambúðarfólki. Með þessari hungurlús er verið að svelta fólk, svo einfalt er það. Það verður að stöðva þessa sveltistefnu strax. Og ekki dugar lengur að loka augunum fyrir vandamálinu og yppta öxlum. En það hafa þingmenn gert fram að þessu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: