- Advertisement -

Þingmenn fá ekki fund með Katrínu

„Tel ég þessi vinnubrögð formanns nefndarinnar og meiri hlutans í ósamræmi við reglur þingsins og byggðar á pólitískum forsendum en ekki faglegum og málefnalegum.“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.

„Að beiðni minni hluta velferðarnefndar verður boðað til opins fundar í nefndinni vegna fordæmalausrar sviptingar grundvallarréttinda flóttafólks. Nú átti það sér stað á fundi nefndarinnar í morgun að beiðni um að forsætisráðherra verði boðuð á þann fund var hafnað. Ég sem nefndarmaður í þeirri nefnd gat ekki annað en bókað um það,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir á þing í gær

Næst las hún bókunina:

„Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að ekki fáist heimild til þess að kalla forætisráðherra á opinn fund nefndarinnar til þess að ræða fordæmalausa skerðingu á grundvallarréttindum fólks á flótta. Forsætisráðherra fer með samræmingarhlutverk í málaflokknum og er því mikilvægt að hún komi á fund nefndarinnar í ljósi ágreinings sem er innan ríkisstjórnarinnar um lagatúlkun og ábyrgð í þessu máli, en einnig þar sem um augljóst mannréttindamál er að ræða. Hefur forsætisráðherra meðal annars látið vinna fyrir sig lögfræðiálit um túlkun á þeim ákvæðum sem um ræðir og hefur þannig sjálf sýnt að málið falli undir hennar málefnasvið. Þessi afstaða meirihlutans og ráðherrans er forkastanleg og enn eitt dæmið um aðför meirihlutans að eftirlitshlutverki þingsins með framkvæmdarvaldinu. Tel ég þessi vinnubrögð formanns nefndarinnar og meiri hlutans í ósamræmi við reglur þingsins og byggðar á pólitískum forsendum en ekki faglegum og málefnalegum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: