- Advertisement -

Þingmenn dylgja í ræðustól Alþingis

Þingmenn dæla úr þessum ræðustól út alls konar dylgjum, órökstuddum fullyrðingum, ósannindum og slíku, ekki síst um aðra þingmenn.

Þingmenn og forsætisráðherrar ræddu traust, eða kannski frekar vantraust, til stjórnmálanna og þess fólks sem þar starfar. Einn þeirra var Gunnar Bragi Sveinsson.

Hann sagði: „Það má eiginlega segja að umræðan sé að mörgu leyti tæmd. Búið er að fara yfir flest það sem manni kom til hugar að ræða undir þessari umræðu.“

Gunnar Bragi vitnaði til Brynjar Nielssonar, sem talaði nokkru á undan Gunnari Braga:

„Mig langar þó að taka undir orð Brynjars Níelssonar þar sem hann ræðir um að það sé ekki endilega það að binda í lög eða reglur starfshætti eða framkomu fólks sem skili árangri. Við höfum séð það nú þegar. Við höfum ákveðnar siðareglur, við höfum ákveðnar reglur sem heita þingsköp þar sem talað er um hvernig við eigum að koma fram hvert við annað. Samt dæla menn úr þessum ræðustól út alls konar dylgjum, órökstuddum fullyrðingum, ósannindum og slíku, ekki síst um aðra þingmenn. Það er vitanlega það sem dregur niður trúverðugleika þeirrar stofnunar sem við vinnum í fyrir fólkið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er ræða Gunnars Braga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: