Björgvin Guðmundsson skrifar:
Laun alþingismanna urðu 1,1 milljón króna á mánuði eftir að kjararáð ákvað að hækka þau um 45 prósent á kjördag 2016. Árið 2013 voru laun þingmanna 630 þús. á mánuði. Þau hafa því hækkað um 75% frá 2013.
Á sama tíma er sagt við verkafólk, að það eigi að fá 3,4-4% hækkun!! Boðskapur Katrínar og Gylfa Zoega! Laun forsætisráðherra hækkuðu þá um jafngildi tvöfaldra lágmarkslauna. Forsætisráðherra fór úr tæpum 1,5 milljónum króna í rúmar tvær milljónir. Aðrir ráðherrar hækkuðu í 1,8 millj. kr. á mánuði.
Það er ekki aðeins, að þingmenn og ráðherrar sýni algert siðleysi með því að taka við svo óheyrilegum launahækkunum og hér hefur verið rakið heldur hefur þetta smitað út um allt þjóðfélagið. Þannig hafa t.d. sveitarfélög farið eftir þingi og stjórn í þessum efnum. Dagskrá, blað á Suðurlandi segir, að í Ásahreppi hafi laun sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna tekið mið af launabreytingum þingmanna og ráðherra.
Ábyrgð þings og stjórnar er því mikil í þessum efnum.
(Launatölur byggjast á tölum Stundarinnar.)