- Advertisement -

Þingmaðurinn segir já

Leiðari Enn og aftur virðist sem Alþingi samþykki lög án þess að þingmenn hafi verið vissir um hvað þeir voru að gera, eða hvaða afleiðingar samþykkt laga kann að hafa. Útlendingalög voru unnin í mikilli sátt stjórnar og stjórnarandstöðu. Allir þeir þingmenn sem að komu kepptust við að róma það háttarlag sem Alþingi viðhafði.

Nú ber svo við að yfirsjón Alþingis veldur sársauka, óvissu og jafnvel niðurlægingu. Ráðherrann segir lögun gölluð en ekkert sé hægt að gera. Gölluðu lögin verða víst að virka. Þannig er það bara.

Alþingi veldur ekki alltaf því hlutverki sem því er ætlað. Í þessu tiltekna máli bera allir þáverandi þingflokkar ábyrgð, allir. Það er þeirra að koma í veg fyrir að kokkaneminn Chuong Le Bui fái að ljúka námi sínu og setjast hér að kjósi hún svo.

Sigurjón M. Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: