- Advertisement -

Þingmaður telur 30 þúsund duga fyrir mat á mánuði

Njáll Trausti Friðbergsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta í þingræðu.

„Þjóðhagfræði var ein af mínum uppáhaldsgreinum í skóla og fyrir svona 40 árum þegar maður var að alast upp fóru að meðaltali um 35% af rekstri íslenskra heimila í það að kaupa í matinn. Þetta hlutfall er í dag 12–15%. Það skiptir máli að byggja upp hagvöxt og landsframleiðslu. Auðvitað eigum við að gera það með sjálfbærum hætti og sem öflugustum hætti og ég tel okkur Íslendinga einmitt hafa verið að gera það í gegnum árin.“

Það verður að gefa Njáli Trausta að hann hafi munað eftir, og jafnvel haft í huga, það fólk sem fær minnst til að draga fram lífið. Rétt rúmar 240 þúsund krónur á mánuði.

Ef Njáll Trausti er með um 1,2 milljónir á mánuði ver hann um 150 þúsund í mat, fimm sinnum meira en öryrki, svo hans eigið dæmi sé notað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: