Gunnar Smári skrifar:
Á sama tíma og færeyskir þingmenn ræða um stórkostleg svik Samherja gagnvart færeyskri þjóð, með því að flytja arðinn af auðlindum almennings í félög í aflöndum, þá skrifa íslenskir þingmenn ástarbréf til fyrirtækisins í Moggann.
Málið er að það sem Færeyingar ræða nú er það sem Samherji hefur alla tíð gert á Íslandi, að hlunnfara sjómenn, svíkjast undan hafnargjöld og sköttum, með því að láta fyrirtæki í eigin eigu, og sem á endanum eru skráð í aflöndum, kaupa afurðirnar á lágu verði en selja þær svo áfram á hærri verði svo stór hluti arðsins af auðlindinni endi í vösum eigenda þar sem stjórnvöld sjá ekki til. Færeyingar mana sig nú upp í að stöðva þessa ósvinnu. Íslenskir þingmenn ætla ekki að gera neitt slíkt, þessi er fullsáttur í að búa í verstöð Samherja. Hann veit að enginn kemst til metorða innan Sjálfstæðisflokksins án þess að leggjast flatur fyrir auðvaldinu. Og hann leggst flatur á síðum Moggans.