- Advertisement -

Þingmaðurinn skýtur á Framsókn

STJÓRNMÁL „Nú er heill stjórnmálaflokkur, sem lætur þau boð út ganga að vart verði hægt að ganga til kosninga nema „verðtrygging“ verði afnumin,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í grein sem hann skrifar í Morgunblað dagsins.

Vilhjálmur Bjarnason 2Þar vitnar hann trúlegast til orða Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, í Sprengisandi síðastliðinn sunnudag.

Vilhjálmur er ósáttur við og ósammála vilja Framsóknarflokksins um afnám verðtryggingar.

„Hópur gáfumanna var settur í nefnd til að fjalla um verðtryggingu fjárskuldbindinga. Hefði nú ekki verið nær að fjalla um vexti á löngum lánum? Hvað um það, nefndin skilaði skýrslu, reyndar tveimur. Nefndin skiptist að lokum í tvo hópa! Annar hópur nefndarmanna vildi stíga hægt til jarðar og hafði vart önnur úrræði en að banna 40 ára lán! Hinn hópurinn, sem samanstóð af einum nefndarmanni, lét tvo mikla stjörnuhagfræðinga skrifa fyrir sig skýrslu og ráð. Ráðið var að afnema „verðtryggingu“! Og hvað svo?“

Vísindi eða lýðskrum

„Ekki lá fyrir hvernig verkalýðsforinginn, sem var einn í hópi, vildi meðhöndla eignir lífeyrissjóða eða eftirlaun þeirra sem eiga sín réttindi í lífeyrissjóðum. Það gleymist að stærsti eigandi „verðtryggðra“ eigna er lífeyrissjóðir samanlagt,“ skrifar Vilhjálmur og spyr síðan:

„Eru þetta vísindi eða lýðskrum?“

Hann heldur áfram: „Ef framlag launþega í lífeyrissjóði verður einungis gangsilfur til að þjóna visku hagspekinga eins og þeirra sem fjölluðu um „verðtryggingu“ í fyrr nefndri nefnd, þá þarf að auka tryggingagjald hægt og bítandi í 30% til að hægt verði að standa undir aukinni lífeyrisbyrði í framtíðinni. Nú um stundir standa sex vinnandi einstaklingar undir einum á lífeyrisaldri en það á eftir að breytast á þann veg að þrír vinnandi munu standa undir einum á lífeyrisaldri. Þetta er kostur gegnumstreymiskerfis! Ekki má víst nefna lánaviðskipti í annarri mynt en íslenskri krónu en aðeins lítill hluti mannkyns á þess kost að eiga lánaviðskipti í íslenskum krónum.“

Þarf þá að hækka tryggingagjaldið í 30 prósent

„Ef framlag launþega í lífeyrissjóði verður einungis gangsilfur til að þjóna visku hagspekinga eins og þeirra sem fjölluðu um „verðtryggingu“ í fyrr nefndri nefnd, þá þarf að auka tryggingagjald hægt og bítandi í 30% til að hægt verði að standa undir aukinni lífeyrisbyrði í framtíðinni. Nú um stundir standa sex vinnandi einstaklingar undir einum á lífeyrisaldri en það á eftir að breytast á þann veg að þrír vinnandi munu standa undir einum á lífeyrisaldri. Þetta er kostur gegnumstreymiskerfis! Ekki má víst nefna lánaviðskipti í annarri mynt en íslenskri krónu en aðeins lítill hluti mannkyns á þess kost að eiga lánaviðskipti í íslenskum krónum,“ skrifar Vilhjálmur Bjarnason, meðal annars.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: