- Advertisement -

Þingmaður Miðflokks: „Hér hafa staðið yfir hóflausar launahækkanir“

„Við þurfum sannarlega á kraftmiklum hagvexti að halda samfara ábyrgri ríkisfjármálastefnu til að geta séð fyrir okkur endurgreiðsluferli á þeim miklu skuldum sem hefur þurft að stofna til til að bregðast við veirufárinu. Verðbólgan sýnist komin á skrið í þeim skilningi að hún er langt yfir viðmiði Seðlabankans og neitar að hníga heldur sýnist færast í aukana. Það er auðvitað ekki langt að leita skýringa. Hér hafa staðið yfir hóflausar launahækkanir og er mjög nærtækt að líta til að mynda til 20% hækkunar á launakostnaði hjá sveitarfélögum á milli 2019–2020. Svo kemur annar kúfur núna með styttingu vinnuviku. Það eru náttúrlega ekki innstæður fyrir þessu eins og menn þekkja,“ sagði Ólafur Ísleifsson Miðflokki.

„Fjöldi fjölskyldna hefur stofnað til lánaskuldbindinga með breytilegum vöxtum, atvinnuleysi er mikið og heimilin eru berskjölduð fyrir vaxtahækkunum. Spyrja má: Til hvaða úrræða hyggst ráðherra grípa og ríkisstjórnin í því skyni að verja heimilin? Telur hæstvirtur ráðherra koma til greina að þrengja heimildir lánastofnana til að breyta vöxtum þannig að þær velti t.d. ekki fjárfestingartapi eða óhóflegum rekstrarkostnaði á lántakendur í gegnum slíkar vaxtahækkanir? Þá eru ellilífeyrisþegar sömuleiðis í stórhættu á að verða fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna verðbólgunnar og sérstaklega vegna áforma ráðherra um að breyta lögum um lífeyrissjóði og skyldutryggingu lífeyrisréttinda á þann veg að lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða hækki aðeins einu sinni á ári í stað mánaðarlega eins og nú er. Er hæstvirtur ráðherra til að lýsa því yfir að hann dragi þá tillögu til baka eða er hann kannski búinn að því?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: