- Advertisement -

Þingmaður gagnrýnir eigin flokksfélaga

Jón Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Kraganum deildi hart á samherja sína í flokknum. Öllum bæjarfélögunum í Kraganum er stjórnað af flokksfélögum Jóns. Þegar talað var um húsnæðisvandann í Silfrinu í morgun sagði Jón:

„Ég deili þessum áhyggjum algjörlega og ég get algjörlega tekið undir að markaðurinn eins og hann er að spilast núna er ósjálfbær. Mér finnst bara allt því, bara skelfilegt að horfa í kringum mig og sjá bara hvernig fasteignaverð bara í mínu hverfi hvernig það hefur þróast á undanförnum tólf mánuðum.

Leysa þrjú þúsund félagsíbúðir sósíalista þetta mál? Hvar ætlið þið að byggja þessar félagslegu íbúðir? Það er vandamál. Það er rót vandans. Rót vandans liggur í því að það eru ekki til byggingarlóðir. Á þetta hefur verið bent lengi,“ sagði Jón Gunnarsson.

Í Kópavogi er Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Rósa Guðbjartsdóttir í Hafnarfirði, Gunnar Einarsson í Garðabæ, Haraldur Sverrisson í Mosellsbæ og Ásgerður Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: