- Advertisement -

Þingmaður Framsóknar vill láta loka Rás 2

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.

„Er þörf á því að hafa tvær opinberar útvarpsstöðvar, þ.e. Rás 1 og Rás 2? Það liggur í augum uppi að það er hægt að hagræða betur, bæði í þágu ríkissjóðs og fjölmiðlastéttarinnar. Mögulega getur það verið til hagsbóta að leggja Rás 2 niður,“ Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokki á Alþingi.

„Samkeppnin á íslenskum fjölmiðlamarkaði er hörð. Einkareknir miðlar hafa ítrekað bent á erfiðið við að keppa við ríkisrekinn miðill, þ.e. Ríkisútvarpið. RÚV rekur sjónvarpsstöð og útvarpsstöðvar sem eru aðgengilegar öllum ásamt því að vera á auglýsingamarkaði. Sú blanda leiðir vissulega til þess að þeir sem vilja auglýsa leita fyrst til RÚV. Frjáls fjölmiðlun er mikilvæg lýðræðislegri umræðu. Hún veitir stjórnvöldum, atvinnulífinu og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. Þó getur það reynst þeim erfitt að finna rekstrargrundvöll í samkeppni við þann risa sem RÚV er, en auglýsingamarkaðurinn horfir einnig til erlendra efnisveita á borð við Instagram og Facebook í meira mæli en áður,“ sagði Hafdís Hrönn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: