Höftin: Þingmaður Framsóknar spyr sig
- réði afsláttur til vogunarsjóðanna hvernig ríkisstjórn var mynduð
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestri, er spyrjandi eftir fréttirnar af losun fjármagnshaftanna. Einsog margir aðrir notar hún Facebook.
„Erum við kannski komin með skýringuna á því af hverju Björt framtíð og Viðreisn vildu ekki vinna með Framsókn. Vissu þeir kannski að þennan afslátt til Vogunarsjóðanna, hefðu Framsóknarmenn aldrei samþykkt?
Maður spyr sig.“
Getur verið að afslátturtil vogunarsjóða hafi komið fram við stjórnarmyndanir að loknum kosningum? Varla. En Elsa Lára lætur samt að því liggja.
Þú gætir haft áhuga á þessum