Stjórnmál

Þingkona Framsóknar búin að fá nóg

By Miðjan

May 08, 2023

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir er í þingflokki Framsóknar. Hafdís Hrönn hlaut kosningu í síðustu þingkosningum. Hún er rúmlega þrítug. Hafdís Hrönn skrifar grein í Moggann í dag. Þar fjallar hún um muninn á launatekjum og fjármagnstekjum og hversu skattarnir eru ólíkir á launum og fjármagnstekjum. Hún skrifar. „…við eig­um að búa til sann­gjarn­ari leik­regl­ur í skatt­kerf­inu okk­ar.“

„Kjaragliðnunin er mest á milli fjár­magnseig­enda og launa­fólks en á und­an­förn­um tíu árum hafa fjár­magn­s­tekj­ur auk­ist gíf­ur­lega eða um 120% að raun­v­irði. At­vinnu­tekj­ur í hag­kerf­inu juk­ust um 53%.

Ekki er greitt trygg­ing­ar­gjald né út­svar af út­greidd­um arði og mik­ill mun­ur er á milli skatt­lagn­ing­ar á hagnað lögaðila og tekju­skatts. Það er því spurn­ing hvort ekki sé löngu kom­inn tími til að taka þetta til end­ur­skoðunar. Að mínu mati er þess­ari spurn­ingu auðsvarað. Það þarf að girða fyr­ir tekju­til­flutn­ing milli launa og fjár­magn­stekna,„ skrifar Hafdís Hrönn.

„Er ekki kom­inn tími til að taka sam­talið um það skatt­hlut­fall sem fjár­magnseig­end­ur greiða af út­greidd­um arði? Við þurf­um að skapa sann­gjarn­ara og skil­virk­ara skatt­kerfi og að fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verði sett­ur í þrepa­skipt­ingu,“ skrifar Hafdís Hrönn.

Sem kunnugt er ver Sjálfstæðisflokkurinn óbreytt kerfi. Nú er að bíða og sjá hvað verður. Óbreytt kerfi eða breytt? Spáin segir að engu verði breytt í tíma þessarar ríkisstjórnar.