Stjórnmál

Þingforseti potar í forsætisráðherra

By Miðjan

June 13, 2020

Alþingi / „…sérstaklega var rætt um að mikilvægt væri að þetta rit styrkti við stefnumótun og greinarnar sem í því birtast, svo að vitnað sé til þess á ensku, með leyfi forseta, væru „policy oriented“,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars þegar hún varðist spurningum Loga Einarssonar um framgöngu Bjarna Benediktssonar gegn Þorvaldi Gylfasyni.

Steingrímur J. Sigfússon þingforseti var ekki alls kostar sáttur við formann sinn, Katrínu, og sagði: „Forseti minnir á að þingmálið er íslenska og ef háttvirtir þingmenn eða hæstvirtir ráðherrar nota erlend mál er ætlast til að þeir þýði það jafnharðan. Hæstv. forsætisráðherra notaði orðin „policy oriented“ sem mætti hugsanlega þýða sem „stefnumiðað“.“