„Orkupakkaóþarfinn minnir óþægilega á Icesave-villuna sem skaðaði Sjálfstæðisflokkinn varanlega og hefur aldrei verið skýrð.“
„Miðflokkurinn er að setja Framsókn aftur fyrir sig eftir að Sigurður Ingi formaður fór í þær stellingar að svíkja gefnar yfirlýsingar um andstöðu sína og flokksins við orkupakkann með þeirri storkun við stjórnarskrána sem fylgir.
Þá er ljóst orðið að þingflokkur sjálfstæðismanna hefur bognað fyrir blekkingum um að yfirlýsingar búrókrata í Brussel, sem ná ekki máli, hafi ríkulegra gildi en íslenska stjórnarskráin,“ þetta skrifar Davíð Oddsson, og er sýnilegra á sömu línu og Styrmir Gunnarsson.
Munurinn er sá að Styrmir á betra með að orða hugsanir sínar.
„Margir þingmenn vaða í villu og svíma um afleiðingar samþykkis við þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann,“ skrifar Davíð.
Sýnt er að Styrmir, Davíð og jafnaldrar þeirra í Sjálfstæðisflokksins eru reiðubúnir að refsa sínum flokki vegna afstöðu ráðherra og þingmanna til orkupakkans. Að venju teygir Davíð sig nokkuð langt í sinni afstöðu.
„Orkupakkaóþarfinn minnir óþægilega á Icesave-villuna sem skaðaði Sjálfstæðisflokkinn varanlega og hefur aldrei verið skýrð.“
Enginn leynir því að eldri sjálfstæðismenn fylkja sér að baki Sigmundi Davíð formanni Miðflokksins.