- Advertisement -

Þingflokkur flýr að heiman

Þingflokkurinn virðist, hið minnsta, ekki eiga samleið með flokki sínum og kjósendum hans. 

Þingflokkur Sjálfstæðisflokks vinnur þvert á vilja drjúgs meirihluta kjósenda sinna. Afleiðingar þess komu meðal annars fram í nýjustu skoðanakönnun. Óánægjunni er ekki leynt. Deilur þingflokksins gegn kjósendum eru ekki í rénun.

Styrmir skrifar:

„Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.“ Styrmir kann hinnar formlegur leikreglur valdaflokksins:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Vilhjálmur Bjarnason segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vera ruslfokkur. Styrmir segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur stjórnmálaflokkur.“

„Í 6. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins segir m.a.:

„…Miðstjórn er skylt að láta fara fram almenna kosningu meðal flokksmanna um tiltekin málefni berist skrifleg ósk um það frá a.m.k. 5000 flokksbundnum félagsmönnum og af þeim skulu ekki færri en 300 flokksmenn koma úr hverju kjördæmi landsins.“

Þessar reglur eru skýrar. Þeim er ekki hægt að stinga undir stól.

Það blasir við að andstæðingar orkupakka 3 innan Sjálfstæðisflokksins noti næstu vikur til að safna þessum fjölda undirskrifta og knýi með því fram atkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna meðlima um málið.“

Vilhjálmur Bjarnason segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vera ruslfokkur. Styrmir segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur stjórnmálaflokkur.“

Réttast er að fullyrða ekkert og setja spurningarmerki við hvoru tveggja.

Þingflokkurinn virðist, hið minnsta, ekki eiga samleið með flokki sínum og kjósendum hans. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: