Þið kúkuðu í ykkar eigin buxur
Gunnar Smári skrifar:
Takið ábyrgð á eigin gjörðum, hættið lygum og viðurkennið skaðann sem þið hafið valdið íslensku samfélagi.
Sjálfstæðisflokkurinn og hægrið geta ekki borið fyrir sig annað en lygar í stjórnmálabaráttu sinni. Hér lýsir Arnar Sigurðsson vínbóndi landabúnaðarstefnu Framsoknar- og Sjálfstæðisflokksins og segir svo að ef þetta miðstýrða íslenska landbúnaðarkerfi, sem steypi alla í sama mót, virkaði þá væri bara best að við gengjum öll í Sósíalistaflokkinn og allt samfélagið tæki á sig þessa mynd.
Halló! Hversu langt er hægt að ganga í þvættingi? Sósíalistaflokkurinn er alfarið á móti þeirri landbúnaðar- og byggðastefnu sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hefur mótað hér og varið. Þær fara að verða þreytandi þessar upphrópanir hægrisins um að það hafi verið sósíalistar sem kúkuðu í buxurnar þeirra. Takið ábyrgð á eigin gjörðum, hættið lygum og viðurkennið skaðann sem þið hafið valdið íslensku samfélagi.