Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsstjarna og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, birti mynd á Twitter af því sem hann vill hreinlega banna í höfuðborginni.
Þar á Gísli Marteinn við risatrukka sem sjónvarpsmaðurinn segir að eigi hreinlega ekki heima í borgum því sjónsvið ökumanna þeirra sé svo skert að það ógni öryggi barna í Reykjavík.
„Ég tel semsagt að risastórir trukkar séu hættulegir lífi barnanna í borginni.“ segir Gísli Marteinn sem birti skýringarmynd máli sínu til stuðnings. Þar má sjá samanburði á sjónsviði ökumanna úr tveimur bifreiðum, annars vegar Cadillac Escalade og hins vegar Honda CR-V.
„Þetta er ástæðan fyrir því að svona bílar eiga ekki heima inní borgum,“