Þetta verður skrítin kosningabarátta
Gunnar Smári skrifar:
Þetta verður skrítin kosningabarátta, bann við stærri fundum og smærri fundir ill framkvæmanlegir. Meginvettvangurinn verður fjölmiðlar sem flestir eru hallir undir ríkisstjórnarflokkana og svo auglýsingatímar sem verða undirlagðir af auglýsingum frá flokkunum sem tóku sér næstum þrjá milljarða úr ríkissjóði á kjörtímabilinu.
Hvað gera grasrótarhreyfingar nú? Síðast var kosningabaráttan háð undir lögbanni við umfjöllun um Bjarna Benediktsson. Kannski ættum við í alvörunni að taka upp umræðu um stöðu lýðræðisins í þessu landi.
Þú gætir haft áhuga á þessum