„Þetta kerfi okkar er galið“
Lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut í tryggingafélögunum sem eru þau dýrustu í okkar heimshuta.
Vilhjálmur Birgisson skrifar: „Í þessari frétt kemur fram að Fréttatíminn hafi að undanförnu skoðað starfsemi tryggingafélaga á Íslandi og m.a. borið þau saman við tryggingafélög í þeom löndum sem eru næst okkur og við erum vön að bera okkur saman.
Niðurstaðan hefur verið á þann veg að hæstu iðgjöld sem að fyrirfinnast, eru á Íslandi. Hægt er í sumum tilfellum að tryggja tvo til þrjá bíla fyrir sömu fjárhæð og íslensk tryggingafélög eru innheimta fyrir einn bíl á Íslandi.
Í ljósi þess að að hæstu iðgjöld sem að fyrirfinnast í löndum sem við viljum bera okkur saman við eru á Íslandi er rétt að geta þess að lífeyrissjóðirnir okkar eiga stóra hluti í tryggingarfélögunum eða nánar tilgetið, 44% í TM, 43% í Sjóvá og 36% í VÍS.
Hvað fjandans samkeppni haldið þið að sé til staðar þegar lífeyrissjóðirnir okkar eiga uppundir 50% í öllum tryggingarfélögum og lífeyrissjóðirnir öskra á arðgreiðslur?
Hvað fjandans samkeppni haldið þið að sé til staðar þegar lífeyrissjóðirnir okkar eiga uppundir 50% í öllum tryggingarfélögum og lífeyrissjóðirnir öskra á arðgreiðslur?
Ég hef sagt það áður og segi það enn og aftur að lífeyriskerfið okkar sem er með 3100 milljarða inní íslensku hagkerfi er að valda því að hér ríkir sáralítil samkeppni ekki bara á tryggingarmakaðnum heldur líka í verslun, fjárskiptum, samgöngum og framvegis.
Þessi mikla aðkoma lífeyrissjðóðanna að viðskiptalífinu sér síðan til þess að vöruverði er haldið uppi og jafnvel veldur því því að launum sé haldið niðri allt til þess að uppfylla góðar arðgreiðslur til lífeyrissjóðina.
Þetta kerfi okkar er galið og stór meinsemd í okkar samfélagi!“