Marinó G. Njálsson:
Rosalega er ég orðinn þreyttur á því, að ótrúlega margt sem gert er í þessu þjóðfélagi lyktar af spillingu. Og þar sem er reykur er oftast eldur. Ég skil vel að Sigurði Þórðarsyni hafi ofboðið, því subbuskapurinn í þessu er ótrúlegur. Er ég þó bara rétt búinn að lesa nokkrar blaðsíður af þeim 74 sem skjalið er.
Mér virðist sem í Lindarhvolsmálinu hafi hugtakið armslengd verið endurskilgreint. Venjulega þýðir það, að sá sem bera ábyrgðarskyldu (e. accuntability), hafi ekkert með ákvarðanir að gera. Í Lindarhvolsmálinu varð Lindarhvol hins vegar framlengin á fjármála- og efnahagsráðuneytinu og þar með ráðherra, þar sem stjórn Lindarhvols kom ekkert að því að ákveða eitt eða neitt um innra skipulag. Svo langt var gengið, að sérlegur ráðgjafi ráðherra var skipaður, án aðkomu stjórnar, sem æðsti stjórnandi Lindarhvols. Ég skil ekki hvers vegna var haft fyrir því að skipa Lindarhvoli stjórn, því eins og Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í málinu, komst að niðurstöðu um, þá tók stjórnin við orðnum hlut.
Kannski leið ráðherra betur, að skipa stjórn yfir þessu fyrirbrigði sem Lindarhvol var, en almennt er það þannig, að stjórnir ráða starfsmenn, setja sér starfsreglur, siðareglur og aðrar reglur er varða starfshætti fyrirtækja. Að þetta hafi allt verið lagt fyrir stjórnina á fyrsta stjórnarfundi, auk þess sem ráðgjafi ráðherra var kominn með prókúra á reikning fyrirtækisins, bendir til að myndun stjórnarinnar var eftir á gjörningur (eða sýndargjörningur), þar sem ráðherra áttaði sig á því, að það liti illa út hve nálægt hann var þeim ákvörðunum sem var byrjað að taka og átti eftir að taka.
Marinó:
Því miður lítur þetta út fyrir að vera enn eitt fúskið eða leið til að fela spillinguna. Mér dettur ekki í hug, með fullri virðingu fyrir þeim sem skipuðu stjórn Lindarhvols, að stjórnin hafi tekið nokkra ákvörðun án þess að ráðherra hafi verið upplýstur og hann gefið samþykki sitt.
Því miður lítur þetta út fyrir að vera enn eitt fúskið eða leið til að fela spillinguna. Mér dettur ekki í hug, með fullri virðingu fyrir þeim sem skipuðu stjórn Lindarhvols, að stjórnin hafi tekið nokkra ákvörðun án þess að ráðherra hafi verið upplýstur og hann gefið samþykki sitt. Hann var jú með sinn mann sem framkvæmdarstjóra félagsins. Þetta heitir ekki armslengd, heldur sjónarspil, leikrit, blekking.
Rosalega er ég orðinn þreyttur á því, að ótrúlega margt sem gert er í þessu þjóðfélagi lyktar af spillingu. Og þar sem er reykur er oftast eldur. Ég skil vel að Sigurði Þórðarsyni hafi ofboðið, því subbuskapurinn í þessu er ótrúlegur. Er ég þó bara rétt búinn að lesa nokkrar blaðsíður af þeim 74 sem skjalið er.
Íslandsbankamálið sýndi að lög gilda bara um suma. Lindarhvolsmálið sýnir að armslengd er teygjanlegt hugtak. Bæði sýna verulega skerta siðgæðisvitund. Gengst fólk undir einhverja þjálfun í rugli og spillingu, áður en það er sett í svona ábyrgðahlutverk, svo að tryggt sé að það brjóti gegn siðgæðisvitund megin þorra almennings? Fær það tilsögn í því hvernig eigi að sniðganga lög og hygla bestu vinum æðsta? Mig er farið að gruna að svo sé. Dæmin hreinlega sýna það.
Greinina birti Marinó fyrst á eigin Facebooksíðu. Greinin er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Fyrirsögnina valdi Miðjan. -ritstj.