Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:
Sjávarútvegsráðherra segir sig frá málum er tengjast Samherja.
Forsætisráðherra segir að með því skapist friður um störf Kristjáns. Tveimur
dögum seinna er hann kominn í sérstaka heimsókn, ásamt samgönguráðherra, til að
skoða nýtt fiskvinnsluhús Samherja.
Ég er bara vesæl kona og hef aldrei verið ráðherra; getur einhver útskýrt fyrir
mér hvernig það er hægt að segja sig frá öllum málum fyrirtækis sem ráðherra en
halda samt áfram, sem ráðherra, að mæta á viðburði og veislur sem fyrirtækið
heldur?
Og senda með því skýr skilaboð sem allra sem sjá vilja.
En þetta fólk er auðvitað stórfurðulegt og engin leið að skilja.