- Advertisement -

„Þetta er svo ógeðslegt“

Sólveig Anna skrifar:

Við búum í landi þar sem framkvæma á „þvingaða brottför“ eða hvaða ömurlega kerfis-orða-salat er notað um að ofbeldi gagnvart fjórum aðfluttum börnum en erlendir stór-kapítalistar komast upp með að kaupa land í stórum stíl gegnum eignarhaldsfélög, og enginn hefur í raun neina yfirsýn um hversu mikið þeir ná að sölsa undir sig.

Eignalaust fólk í leit að skjóli, fólk sem vill bara fá agnarlítið pláss til að ala upp börnin sín í samfélaginu okkar þarf að þola að vera rekið burt líkt og þau séu stórhættulegir glæpamenn á meðan við þolum að sjálft landið verði eign einhvers fólks sem kemst upp með hvað sem er í krafti síns auðmagns.

Chad og Ellen Pike, hvíta og ríka fólkið, háttsettir aðilar í alþjóðlega fjárfestingarheiminum, mega kaupa eins mikið af Íslandi og þeim sýnist en Doaa og Ibrahim sem eiga ekkert nema börnin sín 4 mega ekki einu sinni fá pínkulítið pláss til að þurfa ekki að vera hrædd, þurfa ekki að vera hvergi velkomin.

Þetta er svo ógeðslegt að það nær engri átt. Ég fordæmi þau sem taka þátt í að viðhalda þessu ömurlega rugli, arfleið rasisma og heimsvaldastefnu, yfirburðahyggju hvíta kynstofnsins og alvalds hinna auðugu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: