- Advertisement -

Þetta er sannkallað skítapakk

Þá ákvað Guðlaugur Þór að gefa 30 milljónir til Venesúla.

Gunnar Smári skrifar:

Þið afsakið en ég er ekki alveg að kveikja á manúðaraðstoð viljugra þjóða til Venesúela undir forystu Trump og haukanna í Washington. Fyrst er gullforði landsins, rúmlega 651 tonn, sem geymdur er í Englandsbanka, frystur svo ekki er hægt að ganga á þennan varasjóð. Verðmæti þessa er um 3.375 milljarðar króna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir að þessi varaforði var frystur í von um að venesúelsk stjórnvöld gætu ekki greitt út laun og ekki keypt mat og nauðsynlegar vistir til landsins (landið er háðara innflutnings en flest önnur lönd, eins og algengt er um olíuútflutningsríki) þá ákvað Guðlaugur Þór Þórðarson að gefa 30 m.kr. til Venesúela, andvirði um 1/112.624 af gullforðanum. Nýsjálendingar voru að samþykkja að gefa 500 þús. $ í hjálpargögn, um 1/56.359 gullforðanum.

Hjálpargögnin sem eru við landamæri Venesúela og Kólumbíu nú eru að viðlíka verðmæti, dropi við hliðina á þeim verðmætum sem viljugar þjóðir halda frá Venesúela. Nú þekki ég Maduro ekki neitt, en ég þekki til haukanna í Washington. Það er ekki hægt að finna hræsnisfyllra ofbeldispakk í víðri veröld, þetta er sá hópur núlifandi manna sem hefur flest mannslíf á samviskunni og mesta eymd meðal fólks.

Það er ómögulegt að nokkur heiðvirð manneskja taki þátt í leik þeirra, sem ætíð er háður í þágu auðkýfinga í Bandaríkjunum en snýst aldrei nokkurn tímann um mannúð, lýðræði og frelsi. Þetta er pakk sem telur sig hafa rétt til að myrða, pynta, kúga og svelta alla sem hentar þeim hverju sinni; algjörlega ærulaust fólk, sannkallað skítapakk.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: