- Advertisement -

„Þetta er óþolandi, herra forseti“

Þorsteinn Sæmundsson:
Það virðist svo sem ríkisstjórn Íslands, sú sem nú situr, leggi sig í líma við að troða illsakir við þær stéttir sem standa í forgrunni baráttunnar, t.d. við Covid.

„Þetta er óþolandi, herra forseti, og ríkisstjórnin verður að taka sig á,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki stutta ræðu sína um verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar.

Þorsteinn byrjaði svona: „Nú síðdegis er áætlaður fundur í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins. Ef hann misheppnast verður engin björgunarþyrla til taks á miðnætti í kvöld. Þetta er náttúrlega grafalvarlegt og óþolandi, og mun ekki síst bitna á öryggi sjófarenda og þeirra sem eiga langt um ef eitthvað kemur upp á.“

Næst skaut hann að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ljósmæður voru hunsaðar.

„Það er ótrúlegt að í akkúrat þessari stöðu kýs ráðherra dómsmála að koma fram og lýsa því yfir að hún efist um verkfallsrétt þeirra sem í hlut eiga. Ef sá efi hefur verið til, hvers vegna kom hann ekki fram við verkfallsboðun? Hvers vegna kom hann þá ekki fram í byrjun? Eru þetta góð skilaboð inn í þessa viðkvæmu deilu sem nú er á ögurstundu? Ég held ekki.“

Þorsteinn bætti í: „Herra forseti. Það virðist svo sem ríkisstjórn Íslands, sú sem nú situr, leggi sig í líma við að troða illsakir við þær stéttir sem standa í forgrunni baráttunnar, t.d. við Covid. Það er ekki langt síðan hjúkrunarfræðingar samþykktu samning, eftir langa mæðu og við litla hrifningu. Það er ekki langt síðan samningar náðust loks við lögreglumenn. Þeir voru hunsaðir mánuðum og misserum saman, kannski vegna þess að þeir hafa ekki verkfallsrétt. Ljósmæður voru hunsaðar og nú berast fréttir af því að sérfræðilæknar, sem eru sjálfstætt starfandi, séu samningslausir. Það er enginn endir á því hvernig þessi ríkisstjórn kemur fram við fólk sem er í framlínu þegar mest liggur við.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: