- Advertisement -

„Þetta er orðið algjört ófremdarástand“

SDG:

„Ráðherrar vita oft ekki hvaða hlutverk heyra undir þá, jafnvel ekki hvað ráðuneytin heita.“

„Verðbólgan. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að takast á við þá fyrirsjáanlegu þróun sem er að eiga sér stað í verðlagsmálum?“

„Þetta er orðið algjört ófremdarástand. Ríkisstjórnin virðist algerlega týnd í stærstu málum. Ráðherrar vita oft ekki hvaða hlutverk heyra undir þá, jafnvel ekki hvað ráðuneytin heita. Í sóttvarnamálum virðist stjórnin sveiflast dag frá degi eftir því hvað var í fréttum daginn áður, eftir því hvar þrýstingurinn er mestur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

„Engin framtíðarsýn, engin stefna, enginn fyrirsjáanleiki. Í orkumálum var allt í einu uppgötvað af hálfu ríkisstjórnarinnar núna í vikunni, að því er virðist, að það þyrfti orku eftir að farið var að fjalla um það í fréttum. Þetta er ríkisstjórnin sem staðið hefur í vegi fyrir öllum orkuframkvæmdum frá því að hún varð til, ekki gert neitt með rammaáætlun og nú sáum við það nýverið að rammaáætlun er sett á dagskrá, eða það stendur til að skila henni síðasta daginn sem ríkisstjórnin má skila inn málum á þessu þingi. Með öðrum orðum: Það á að svæfa þetta mál eina ferðina enn,“ sagði formaður Miðflokksins.

„Talandi um orkumál. Þessi ríkisstjórn lét sér það vel líka þegar tímabundið ástand í norskum stjórnmálum varð til þess að Norðmenn drógu sig út úr olíu- og gasleit í íslenskri lögsögu. Nú hafa Norðmenn tilkynnt um 53 ný leyfi í eigin lögsögu. Íslenska ríkisstjórnin ætlar að banna svo mikið sem leit að þessum verðmætu og mikilvægu auðlindum. Banna rannsóknir, banna rannsóknir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo sagði Sigmundur Davíð: „Verðbólgan. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að takast á við þá fyrirsjáanlegu þróun sem er að eiga sér stað í verðlagsmálum? Væntanlega ekki neitt nema hún neyðist til þess. Báknið heldur áfram að stækka á sama tíma. Jú, nú er allt í einu farið að tala um að taka hugsanlega húsnæðisliðinn út úr verðlagsvísitölunni, nokkuð sem þessi sama ríkisstjórn hefur staðið gegn frá upphafi þegar þingmenn Miðflokksins, verkalýðshreyfingin og fleiri hafa lagt það til. Í samgöngumálum virðist Reykjavíkurborg ráða för. Og svo mætti lengi telja, sagði SDG og endaði svona:

„Ef þingið grípur ekki inn í við þessar aðstæður þá ber þingið ábyrgð á þróuninni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: