- Advertisement -

„Þetta er ómerkileg pólitík“

Slík rannsókn er lykillinn að því að hefja málið upp úr skotgröfum, draga lærdóm af Íslandsbankamálinu og endurheimta traust.

Jóhann Páll Jóhannsson.

Jóhann Páll Jóhannsson skrifaði:

„Farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar“ – þar sem sagt var að engin lög hefðu verið brotin – endaði með hæstu sekt Íslandssögunnar.

Samkvæmt Katrínu Jakobsdóttur var undirbúningur sölunnar og þáttur ráðherra tipp topp en „framkvæmdin“ í ólagi.

Nú vill hún að eiginlega allir sem komu að ferlinu „standi skil á sínum gjörðum fyrir almenningi“… nema þó ráðherrann sem ber lagalega og pólitíska ábyrgð á sölunni, hann skal sitja sem fastast.

Þetta er ómerkileg pólitík sem fólkið í landinu sér í gegnum.

Ef Katrín Jakobsdóttir trúir því raunverulega að vinnubrögð fjármálaráðherra og undirbúningur sölunnar standist skoðun ættu hún og hennar þingflokkur að falla frá andstöðu sinni við að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins.

Slík rannsókn er lykillinn að því að hefja málið upp úr skotgröfum, draga lærdóm af Íslandsbankamálinu og endurheimta traust.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: