Samþykkt var á síðasta fundi borgarráðs tillaga að deiliskipulagi fyrir Norðurströnd, strandsvæði milli Faxagötu og Laugarness, ásamt fylgiskjölum.
Það er uppfylling með jarðefni frá byggingu Landspítalans. Margt fólk er á móti þessu.
Kolbrún Baldursdóttir er ekki sátt:
„Skipulagssvæðið við Norðurströnd er á landfyllingu, en þar var fjöru fórnað. Flokkur fólksins hefur ítrekað bókað um að það er óásættanlegt að enn sé verið að ganga á fjörur og hér að litlu tilefni, sbr. þetta: „Þá er gert ráð fyrir að lagfæringar fari fram á sjóvarnargarðinum, en í stað þess að garðurinn verði hækkaður, er stefnt á að hann verði breikkaður út í sjó“. Þetta er ekki lagfæring heldur misþyrming á strandlengju.“