Fréttir

Þetta er magnið af plasti sem við gleypum í hverri viku

By Ritstjórn

June 10, 2022

Hver mannvera innbyrðir því sem nemur stærðinni á einu greiðslukorti í hverri viku. Þetta er það magn sem rannsóknir sýna að fólki innibyrði vikulega eða fimm grömm af plasti á viku.

„Þessar tölur byggja á áætlun og eru miðaðar við það magn af plasti sem vitað er að svífur um í loftinu,“ sagði Sophie Jensen, sérfræðingur í efnagreiningum hjá Matís, í samtali við Fréttablaðið.

„Endurteknar mælingar sýna að plastið og eiturefni þess finna sér allar smugur. Ef þú ert í flíspeysu þá ertu að anda þeim að þér endalaust. Og það segir sína sögu að þessar litlu agnir hafa nú líka fundist í legvatni og fylgjunni.“