Greinar

Þetta er Lilja Alfreðsdóttir

By Gunnar Smári Egilsson

September 13, 2019

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún er með ráðgerðir um að styrkja fjölmiðla í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Helga Magnússonar, Guðbjargar Matthíasdóttur, Eyþórs Arnalds, Heiðar Guðjónssonar o.fl. auðfólks auk huldufólksins sem á DV um 400 milljónir króna á ári, eða bróðurpartinn af þeim. Í nafni lýðræðis. Lilja telur mikilvægt að nú þegar auðfólkið hefur náð undir sig fjölmiðlunum og þar með völdum yfir umræðunni í samfélaginu, að því takist að halda þeirri stöðu.