- Advertisement -

Þetta er einráð, alls ekki samráð

Það var í þættinum Annað Ísland sem Aðalsteinn var viðmælandi sona Egils.

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, var meðal viðmælenda í þættinum Annað Ísland á Útvarpi Sögu, þar sem hann gaf lítið fyrir svokallað samráð ríkisvaldsins og stéttarfélagana í landinu.

Hann sagði það allt vera á annan veginn. Það er frá ríkisvaldinu og að aðkoma félaganna sé frekar til að hlusta en leggja eitthvað til málanna.

Hann sagði svo vera, þegar hann varr spurður hvort kalla mætti fundina frekar vera einráð en samráð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Einsog áður hefur komið fram gerir Aðalsteinn ráð fyrir mikilli hörku á vinnumarkaði og er þess fullviss að ef ríkisstjórnarflokkarnir standa ekki við það sem áður hefur verið sagt stefni í verkföll sem geti síðan leitt til þess að ríkisstjórnin missi fótana og neyðist til að fara frá.

En hvenær?

„Í mars.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: