- Advertisement -

Þetta er brjálæði – setja Bjarna ofar öllu

Vissulega setti Bjarni Katrínu og Sigurð Inga í óheppilega stöðu.

Það má skilja Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra og formann Framsókn svo, að stóra myndin, eins og hann segir sjálfur, sé að fyrirgefa Bjarna Benediktssyni. Að það sé æðra sóttvarnarreglum í landinu.

Að stóra myndin sé að geirnegla forréttindi „fyrirmenna“ samfélagsins. Þetta er svo ótrúlegt. Ákvörðun hefur verið tekin um að fórna allt og öllu í þágu Bjarna. Katrín Jakobsdóttir var fyrst til og Sigurður Ingi elti eins og skugginn.

Vissulega setti Bjarni Katrínu og Sigurð Inga í óheppilega stöðu. Þau gátu brugðist við með ýmsum hætti. Bæði kusu vondar leiðir. Auka enn á vandann. Einungis allra ákafasta stuðningsfólk flokka Sigurðar Inga og Katrínar fallast á skýringar þeirra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er eitt brjálæði.

Allflest stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins ver sinn formann. Það er skýrt.

Tangarhald Bjarna á samráðherrunum er eflaust mikið. En að það hafi alltaf verið eins mikið og nú kemur fram kemur eflaust einhverjum á óvart. Það eru þungir hagsmunir að baki Bjarna og flokknum hans. Þar er ætlast til mikils af Bjarna. Bankasalann er eitt, óbreytt stjórnarskrá, óbreytt kvótakerfi, íslenska krónan, að leggja af skattrannsóknarstjóra og að veikja Samkeppniseftirlitið eru svo verkefni sem Bjarni verður að klára. Hvað sem það kostar.

Nú hefur forysta bæði Framsóknar og Vinstri grænna afráðið að blása byr í segl Bjarna og bakhjarla hans.

Sigurður Ingi segir okkur verða að huga að stóru myndinni? En mynd hvers? Er það draumamynd Bjarna? Ef svo er, er það skuggamynd svo margra annarra.

Eitt er nokkuð víst að Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi hafa afráðið að koma með særða flokka sína í komandi kosningabaráttu. Allt fyrir Bjarna Benediktsson og bakhjarla hans. Öllu er til fórnað, flokknum og samstöðu þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveiruna.

Hjá þeim tveimur virðist Bjarni öllu æðri. Líka hug og heilsu þjóðarinnar. Þetta er eitt brjálæði.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: