Greinar

„Þetta er bara ekki boðlegt“

By Miðjan

October 24, 2022

„Metnaðarleysi RÚV þegar kemur að pólitískri umræðu er stundum svo yfirgengilegt. Hverskonar ríkissjónvarp nennir hreinlega varla að ræða stjórnmál,“ skrifar Atli Þór Fanndal.

„Það er ofsalega sorglegt að horfa upp á flótta RÚV frá því að fjalla um flókin mál. Það er ekkert um fjárlögin annað en skoðanir hagsmunaraðila. Menn nenna nú ekkert að fjalla um stöðu Íbúðarlánasjóðs af neinu innsæi og annað en að einhverjir rífist um þetta. Sama um flóttamannamál og auðvitað um sjávarútveg. Þetta er bara ekki boðlegt. Við hljótum að reka samfélagsstofnanir svo þær hafi meiri styrk en einstaka twitter notendur,“ skrifar hann á Facebook.