Gunnar Smári skrifar:
Ef einhver hefur verið í vafa um að þetta sé auðvaldsríkisstjórn. Varið ykkur á flokkum og stjórnmálafólki sem ávarpar almenning fyrir kosningar en þjónar auðvaldinu á milli kosninga. Það fólk svíkur ekki aðeins umboð sitt sem kjósendur gefa því í góðri trú heldur eitrar það stjórnmálin og umræðuna og grefur undan trausti almennings á þeim einu tækjum sem hann hefur til að berjast gegn auðvaldinu; lýðræðislegum fjöldahreyfingum og lýðræðisvettvangi ríkis og sveitarfélaga.