„Þetta er andsjálfstæðisstefna“
- „reglur sem kenna okkur hvernig forðast megi sjálfstæðisstefnuna og útrýma henni úr stjórnsýslunni.“ Hvert er hið eiginlega markmið með þessum siðareglum?
Sigmundur Davíð tók þátt í umræðum um þverrandi traust til stjórnmálafólks. Hann spurði:
Hvert er hið eiginlega markmið með þessum siðareglum? Jón Ólafsson, formaður nefndarinnar sem útbjó þessar tillögur, hefur útskýrt það. Hann gerði það í skrifum strax á árinu 2009 þegar hann hvatti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem þá var ljóst að yrði til, til að samþykkja siðareglur á fyrsta degi. Hvers vegna átti að gera það? Jú, vegna þess, eins og hann útskýrði: Besta leiðin til að breyta starfsvenjum og stjórnsýslumenningunni, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur búið til á undanförnum 18 árum, er að stjórnmálin setji sér siðareglur. Siðareglur snúast sem sagt um það að koma í veg fyrir eða vinda ofan af stefnu Sjálfstæðisflokksins, þetta er svona andsjálfstæðisstefna; reglur sem kenna okkur hvernig forðast megi sjálfstæðisstefnuna og útrýma henni úr stjórnsýslunni.
Í ljósi þess að við höfum þessa skilgreiningu frá manninum, sem tveimur árum síðar var fenginn til að skrifa siðareglur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og er nú orðinn siðapostuli þessarar ríkisstjórnar.