Alþingi
„Þetta er allt að koma, er sagt um þau fjárlög sem hér liggja fyrir. Fer þetta ekki að verða búið, væri annar möguleiki ef menn vilja á annað borð nefna fjárlögin einhverjum nöfnum. En það vakti athygli mína í kynningu hæstv. fjármálaráðherra á frumvarpinu að heildarútgjöld ríkissjóðs á næsta ári komu aldrei fram, sem er mögulega mikilvægasta talan af öllum tölum í fjárlögunum. Fjármálaráðherra til varnar tók forveri hans upp þennan takt í kynningu fjárlaga fyrir nokkrum árum og ég hef þess vegna spurt fjármálaráðherra hverju sinni í andsvari mínu hver heildarútgjöld ríkissjóðs verði á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ég bara gleymdi því í andsvörum mínum fyrr í dag þannig að ef hæstvirtur fjármálaráðherra kemur hér upp þá væri nú gaman að heyra hann segja það,“ sagði Bergþór Ólason á Alþingi.
Síðar sagði hann;
„Hæstvirtur fjármálaráðherra kom inn á það í ræðu sinni að ef verðbólguvæntingar eða verðbólguspá sú sem nú er horft til gengur eftir muni afborgun 30. millj. kr. láns með breytilegum vöxtum lækka um 50.000 kr. á mánuði fyrir lok næsta árs. Fjármálaráðherra gleymdi alveg að nefna í þessu samhengi hvað þetta sama lán hefur hækkað mikið í mánaðarlegum afborgunum undanfarið. Það er miklu hærri tala en lofað er í lækkun gangi þessar spár eftir. Það verður að skoða þessa heildarmynd og líka í tímalegu samhengi.“