„Fjármálaráðherra ræður litlu vegna afskipta baklandsins, sem réttir að honum svona annað slagið línurit sem segja hvorki ríki né þjóð nokkurn skapaðan hlut en hafa þann tilgang einan að hressa upp á hina döpru ásýnd ríkisstjórnarinnar út á við,“ skrifar Jóhann L. Helgason í Moggagrein.
Í greininni fjallar um vangetu oddvita ríkisstjórnarinnar, veika íslenska krónu og að margir hafi haf af krónunni. En meira um ráðherrana:
„Forsætisráðherra veit ósköp lítið um pólitík yfirhöfuð, reynir að breiða yfir vankunnáttu sína með kjánalegum orðaflaumi og yfirgengilegu handapati um umhverfismál og hlýnun jarðar. Það fyrirbæri á sér mjög eðlilegar skýringar í því hlýindaskeiði sem við stöndum í núna og byrjaði þegar möndull jarðar mjakaðist til hér áður fyrr um nokkra metra en á svo eftir að rétta sig við aftur,“ skrifar Jóhann.
Og um Sigurð Inga hefur hann fá orð, en þó þessi: „Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherrann lætur fara vel um sig og tekur ærlega í nefið undir heygaltanum,“ og endar svvo á þessum orðum: „Þetta er afleitur kokkteill.“