- Advertisement -

Þessir gæjar eru óþolandi

Víða er andskotast og varað við breyttum vinnubrögðum innan verkalýðsforystunnar. Á sama tíma berast fréttir ítrekað af bæjarstjórum einfaldra bæjarfélaga sem raða sér á lista yfir hæstlaunuðustu borgarstjóra veraldar.

Þetta minnir mikið á hvernig komið var fyrir hrun, þegar íslenskir bankastjórar voru á sama stað á sínum lista. Enn og aftur er sjálftakan að fara með okkur. En ekki þá sem taka sér alla peningana. Þeir eru bara endurkosnir.

Til að breyta viðhorfum þarf annað og meira en að bölva ofan í barminn. Nú þarf að taka á vandanum og til þess eru nýir oddar í verkalýðshreyfingunni líklegastir.

Víst er að framferði bæjarstjóranna allra gerir allt vitlaust meðal almennings. Auðvitað borgar ríkið þeim ekki laun, en samt getur Bjarni Benediktsson ekki samið við ljósmæður um launahækkun, því þá hefst víst höfrungahlaup, hlaup sem er löngu hafið.

„Topparnir“ í samfélaginu stökkva hver af öðrum, hring eftir hring. Verði þeir ekki stöðvaðir er trúlegt að hér verði allt galið.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: