Þessi ræða var ömurleg
Alþingi „Þessi ræða hjá háttvirtum þingmanni, hún var aumkunarverð, hún var ömurleg,“ sagði Össur Skarphéðinsson eftir að Jón Gunnarsson hafði flutt ræðu á þingi í dag.
„Það var ömurlegt að hlusta á háttvirtan þingmann tala um einsog það sé svipað ástand, núna í blússandi góðæri, eða árið 2009 þegar ríkisstjórn þurfti að hreinsa flórinn eftir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sem ollu hér skelfilegasta efnahagsskipbroti lýðveldissögunnar og þó lengra væri leitað aftur, einsog var einn meginkjarninn í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á sínum tíma.
Er háttvirtur þingmaður virkilega stoltur af því að koma hér og á aðra hliðina tala um blússandi góðæri en í hliðina horfa gapandi í þá staðreynd að það eina sem þessi ríkisstjórn hefur gert fyrir aldraða og öryrkja er að láta þá fá skitinn tíu þúsund kall.“
Hér er ræða Össurar. Hún er ekki löng.
Össur var að svara þessari ræðu Jóns:
http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20151215T163539&horfa=1