- Advertisement -

Þessi kona

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Hvar er aðstoðin við láglaunakonurnar?

Þessi kona, forsætisráðherra landsins, segist vera vinstri sinnuð. Samt velur hún að halda upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna með því að hringja bjöllum í musteri auðvaldsins, sjálfri Kauphöllinni. Afhverju notar hún ekki alla sína aðstoðarmenn og starfsmennina í ráðuneytinu og efnir til stórátaks láglaunakonum til heiðurs og framdráttar. Konurnar sem mest þurfa að því að halda að barist sé fyrir þær. Láglaunakonur sem vinna myrkranna á milli til að eiga ofan í sig og á. Hvar eru bjöllurnar fyrir þær? Hvar er aðstoðin við láglaunakonurnar. Hvað er kona, sem hefur haldið innspíreraðar ræður um þörfina að berjast fyrir þá láglaunafólkið, að gera í forsætisráðuneytinu ef hún er ekkert að fara eftir því sem hún hefur sagt. Ekkert að marka. Orð og athafnir fara ekki saman. Lifandi sönnun fyrir því er Katrín Jakobsdóttir að hringja bjöllum í Kauphöllinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: