Fréttir

Þessi eru kjör þeirra verst settu

By Miðjan

November 19, 2018

Oddný: „Miðað við ummæli forsætisráðherra og fjármálaráðherra um gífurlega hækkun til öryrkja á þeirra vakt gæti fólk haldið að greiðslunrar væru mannsæmandi, en svo er ekki.“

Oddný Harðardóttir skrifar: Prófaði reiknivél á heimasíðu Tryggingastofnunar. Fengi útborgaðar 204.352 kr. Miðað við ummæli forsætisráðherra og fjármálaráðherra um gífurlega hækkun til öryrkja á þeirra vakt gæti fólk haldið að greiðslurnar væru mannsæmandi, en svo er ekki. Hér er niðurstaðan: Örorkulífeyrir 44.866 Aldurstengd örorkuuppbót 6.730 Tekjutrygging 143.676 Framfærsluuppbót 43.322 Samtals: 238.594 Frádreginn skattur (1. skattþrep) – 88.137 Persónuafsláttur (nýting skattkorts 100 %) 53.895 Samtals frá TR eftir skatt: 204.352 Ég sjálf væri ekki á þessum kjörum en þeir sem eru verst settir eru á þeim og það er fyrir þá sem við eigum að krefjast betri kjara.