- Advertisement -

Þeir viðhalda óöryggi, kvíða og ótta

Án samningsréttar verkalýðsfélaga byggi meginþorri launafólks í kojum.

Gunnar Smári skrifar:

Spá: Aðgerðir VR gegn Almenna leigufélaginu eru vísir að því samningsréttur samtaka leigjenda verði viðurkenndur gagnvart leigufélögunum. Fjársterk verkalýðsfélög geta um tíma þröngvað stóru leigufélögunum að semja um leiguverð og hækkanir og skapað með því viðurkenningu og hefð og flutt síðan samningsumboðið yfir til Leigjendasamtakanna.

Án samningsréttar verkalýðsfélaga byggi meginþorri launafólks í kojum eins og fólkið sem starfar innan starfsmannaleiga dagsins í dag, baðstofulífi á yfirráðasvæði húsbænda sinna.

Leigumarkaðurinn í dag er frumskógur þar sem villidýrin éta skógardýrin inn að beini. Við eigum að hemja þennan markað á svipaðan hátt og gert var með vinnumarkaðinn, að færa samtökum leigjenda samningsrétt eins og verkalýðsfélögin fengu fyrir bráðum heilli öld.

Það er löngu kominn tími til að viðurkenna að staða húseigenda gagnvart leigjendum er svo ójöfn að án þess að flytja samningsréttinn til heildarsamtaka leigjenda mun ofbeldi og fjárkúgun grassera áfram á leigumarkaðinum, leigufélögin ná að slíta út úr leigjendum alla kaupmáttaraukningu og viðhalda óöryggi, kvíða og ótta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: