Alþingiskosningar, verða mjög líklega fyrr en síðar.
Vilhelm G. Kristinsson skrifar;
Klausturriddarar treysta á „gullfiskaminni“ kjósenda. Það gera margir aðrir stjórnmálamenn líka, þótt þeir séu ef til vill ekki eins subbulegir og þeir í Klaustri. Má í því sambandi minna á loforð fyrir kosningar og efndir eftir kosningar. Allt er þetta kjósendum, „gullfiskunum“, að kenna, því þeir eiga auðvitað ekki að líða þetta. Vandamálið er, að nær allir núverandi stjórnmálaflokkar gera út á þessa fötlun kjósenda. Ég kaus Sósíalistaflokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum og nú hljómar ný, fersk rödd í ráðhúsinu sem vekur athygli á brýnum réttlætismálum sem áður lágu í þagnargildi. Kýs sama flokk í alþingiskosningum, sem verða mjög líklega fyrr en síðar.